Docstoc

Wittgenstein - Download as DOC

Document Sample
Wittgenstein - Download as DOC Powered By Docstoc
					               Ludwig Wittgenstein - Bláa bókin

        Framsöguerindi í Hugmyndasögu 19. og 20. aldar, 5. apríl 2002Bláu bókina ljósritaði Wittgenstein handa nemendum sínum við Cambridge 1933-34. Hún

hlaut nafnið sökum blárrar hlífðarkápu sem hann valdi utan um hana. Þess vegna kemur á

óvart að þegar Hið íslenska bókmenntafélag gaf hana út í þýðingu árið 1998 var hún sett í

bleika kápu.

    Tilgang heftisins setur Ludwig fram í upphafsorðum þess: ,,Hvað er merking orðs?”

(69). Hann tekur ótal dæmi af orðum þar sem merking er háð aðstæðum þerra sem eru að

grípa þau. Ef ég bendi á X og segi ,,X er geit”, þá er ósennilegt að margir inní stofunni leggi

sömu merkingu í orðið geit í þessu samhengi og ég. En þetta er einmitt vandinn. Orðið geit

hefur mismunandi merkingu í mismunandi samhengi hjá mismunandi fólki. Það er svo

langt í frá að hægt sé að segja að eitthvað náttúrulögmál bindi saman orð og það sem orðið

vísar til í snyrtileg og þægileg pör. Orðnotkun er síbreytileg og gera þarf fólki þarf grein

fyrir henni. (Geit er annars samheiti orðsins skvísa). [tússmynd]

    Eftir að vera búinn að hræra í hausnum á manni nokkrar síður kynnir hann málleiki

til sögunnar. Þessir leikir eru eins og þegar litli bróðir manns er að segja manni sögu. Í

staðinn fyrir að segja ,,ég fékk morgunmat” þá brýtur hann söguna upp í frumstæðari

einingar einsog ,,mamma teygði sig í Cheeriosið á meðan ég sótti mjólk. Síðan náði hún í

disk fyrir mig og ég hellti Cheeriosi útí diskinn og setti mjólk yfir...”. [Mamma á ekki

svona röklega eldhúsinnréttingu þarsem eru Cheerioshillur í barnahæð]. Með því að brjóta

orðasambönd upp í einfaldari búta er hægt að draga úr tvíræðni þeirra og auðvelda manni

að spá í þeim, þótt sé óskaplega erfitt að heyra svona langa lýsingu á morgunverði. En þá

heldur hann áfram að hræra í hausnum á manni með því að tala meir um hvernig orð vísa

ekki alltaf til þess sem þau eiga að vísa til. ,,Ég er hræddur við eitthvað en ég veit ekki
hvað”1 (112), ,,ómeðvituð tannpína” (114). Tungumálið er nefnilega oftast ekki notað eftir

ströngum reglum, þótt að skilningur okkar á því felist í að keyra setningar í gegnum frekar

stranga mulningsvél málfræðinnar.

    Fram yfir miðja bók er Ludwig sumsé að fjalla um hvernig hugmyndir okkar af

heiminum tengist honum á annarlegan hátt og notar til þess endalaust af dæmum. Maður

heyrir byssuhvell og finnst hann ekki eins hár og hann hefði búist við. Þýðir það að hann

hafi verið búinn að heyra annan, hærri, hvell í huganum? (149). Allt er þetta spurning um

hvernig umfjöllun okkar um tilveruna er á endanum bara umfjöllun um orð. Hann notar í

leiðinni tækifærið til að dissa frumspeki – segir að hún sé málfræðilegur útúrsnúningur

klæddur í búning vísindalegra spurninga.

    Þá fer hann að tala um einkalega reynslu – dáldið einsog gleraugun sem Kant sá

fyrir sér á fólki. ,,Allt, sem við vitum og getum sagt um heiminn hvílir á einkalegri

reynslu.” Allur okkar skilningur er uppí kollinum2 og Ludwig er búinn að sýna okkur að við

getum ekki millifært hann 100% til annarra. Er þá ekki auðvelt að verða leiðinleg útgáfa af

heimspekingi og segja ,,Hvað veit ég nema þið séuð ekki til? Hvers vegna ætti ég að taka

mark á því ef þú segist vera með magapínu? Er mín pína ekki sú eina sem er til í raun og

veru?” Ludwig, verandi hress strákur, kann illa við leiðinlega heimspekinga. Til að

bregðast við því fólki og öðru álíka liði kemur hann eiginlega með byrjun á klassískum

brandara ,,Hluthyggjumaður, hughyggjumaður og heimspekingur með heilbrigða skynsemi

ganga inná bar”.3 Punchline-ið er síðan það, að skynsami gaurinn segir ,,Auðvitað ertu með

magapínu, maður. Viltu smá kókómjólk?”4
1
 Hér er hræddur notað sem áhrifslaus sögn --- án viðfangs.
2
 Hann er reyndar búinn að tala mikið um að hugsunin eigi sér engan stað, en mér fyrirgefst örugglega að nota
þetta svona…
3
 Þarna á að vera sjálfshyggjumaður líka, en það passar ekki inní brandaraskemað.
4
 Svo er reyndar spurning hvort skynsami heimspekingurinnn sé ekki einsog jólasveinninn og páskahérinn í
ljóskubrandaranum.
    Í lok bókarinnar segir hann síðan, að við getum ekki verið að eltast við að skilgreina

okkur sjálf. Þetta ævarandi heimspekilega vandamál, merkilega ég-ið er eitthvað sem við

vitum alveg hvað er en getum ekki orðað. Og ,,ef menn geta ekkert sagt eiga þeir að þegja”.                                         Andrés Ingi

				
DOCUMENT INFO