Sumarsk�linn � FB - Borgarholtssk�li - bhs.is by 016AH4B

VIEWS: 18 PAGES: 1

									Borgarholtsskóli                                 Haustönn 2005
Kvöldskóli

                   Íslenska 202
                    Námsáætlun

Markmið:
  að nemendur þjálfist í að leggja mat á bókmenntatexta og koma skoðunum sínum um
   þá á framfæri á rökvissan hátt.
  að nemendur þjálfist í ritun; byggingu efnisgreina og ritgerðasmíð.
  að nemendur geti notfært sér þekkingu á setningafræði við samanburð á textum.

Námsefni:
   Arnaldur Indriðason. 2001. Grafarþögn. Mál og menning, Reykjavík.
   Íslendingaþættir. Úrval þrettán þátta með inngangi, skýringum og skrám. 1999. Bragi
      Halldórsson og Knútur S. Hafsteinsson önnuðust útgáfuna. Mál og menning,
      Reykjavík.
   Ingibjörg Axelsdóttir og Þórunn Blöndal. 2002. Handbók um ritun og frágang.
      Iðunn, Reykjavík.
   Setningafræði – kennari dreifir verkefnum síðar á önninni.

Námsáætlun:
fimmtudagur 1. sept.   Kynning. Um Íslendingasögur og Íslendingaþætti. Byrja að lesa
             Íslendingaþætti.
fimmtud. 8. sept.    Íslendingaþættir; Auðunar þáttur vestfirska.
             Ritun; hlutlæg frásögn, huglæg frásögn. Mannlýsing.
fimmtud. 15. sept.    Íslendingaþættir; Hreiðars þáttur og Íslendings þáttur sögufróða.
             Ritun; kvikmyndaumsögn.
fimmtud. 22. sept.    Íslendingaþættir; Ívars þáttur Ingimundarsonar og Þorsteins þáttur skelks.
             Ritun; atvinnuumsókn og ferilskrá.
fimmtud. 29. sept.    Íslendingaþættir; Þorsteins þáttur stangarhöggs. Ritun; efnisgreinar,
             brú milli efnisgreina, lykilsetningar. Byrja að lesa Grafarþögn.
fimmtud. 6. okt.     Ritun; meira um efnisgreinar, efnisyrðing, rannsóknarspurning. Um
             rökfærsluritgerðir – ritgerðarefnum dreift.
fimmtud. 13. okt.    Frí í kennslustund – lesa Grafarþögn heima í staðinn.
fimmtud. 20. okt.    Grafarþögn – krossapróf. Um skáldsögur – upprifjun á bókmenntafræði.
             Um Arnald Indriðason. Verkefni og umræður um söguna.
fimmtud. 27. okt.    Grafarþögn – lokapróf.
             Efnisgrind rökfærsluritgerðar borin undir kennara.
fimmtud. 3. nóv.     Setningafræði; setningahlutar – frumlag, umsögn, andlag,
             sagnfylling, einkunn, forsetningarliður, atviksliður, tengiliður.
fimmtud. 10. nóv.    Setningafræði frh. Rökfærsluritgerð skilað.
fimmtud. 17. nóv.    Setningafræði; aðalsetningar og aukasetningar – fallsetningar,
             tilvísunarsetningar, atvikssetningar.
fimmtud. 24. nóv.    Setningafræði, frh. Endurbættri rökfærsluritgerð skilað.
fimmtud. 1. des.     Lokapróf.

Námsmat
Ýmis verkefni tengd Grafarþögn 10%,
Ritunarverkefni (skilist vélrituðum í þunnri plastmöppu) 10%,
Rökfærsluritgerð 20%,
Lokapróf (mestmegnis úr Íslendingaþáttum og setningafræði) 60%.

Kennari: Bergdís L. Kjartansdóttir, bergdis@bhs.is

								
To top