Larsen-Freeman, Diane. 1994. An Introduction to Second Language - PDF - PDF

Document Sample
Larsen-Freeman, Diane. 1994. An Introduction to Second Language - PDF - PDF Powered By Docstoc
					     Larsen-Freeman, Diane. 1994. An Introduction to Second Language Acquisition Research.
     New York, Longman Inc. Bls. 299-322.


     Þegar börn ganga í skóla þar sem annað tungumál ríkir en móðurmál þeirra þurfa þau að ná
     góðum tökum á því tungumáli, en það er ein af forsendum þess að þeim gangi almennt vel í
     skólanum. Þau læra viðkomandi tungumál sem annað tungumál, en það hugtak er notað yfir
     það mál sem einstaklingar læra á eftir móðurmálinu og er ríkjandi í samfélaginu þar sem þeir
     búa. (Hugtakið erlent tungumál er hins vegar notað yfir mál sem er lært utan þess málsvæðis,
     t.d. þegar börn á Íslandi læra ensku í íslenskum skóla.) Fjölmargar rannsóknir hafa verið
     gerðar í því hvernig börn læra annað tungumál og eru niðurstöður margra þeirra á þá leið að
     tungumálanám sé eðlislægt manninum, sem einkennist af innbyggðu, náttúrulegu ferli, líkt því
     sem börn fara eftir þegar þau læra móðurmálið sitt. Hvert tungumál hefur ákveðið ferli og
     þegar einstaklingar læra það sem annað eða erlent tungumál þá fara þeir eftir þessu sama
     ferli, sem móðurmál þeirra hefur lítil áhrif á. Rannsakendur hafa einnig borið saman námsferli
     nemenda sem hafa fengið beina kennslu í tungumálinu og þeirra sem hafa einungis dvalið í
     viðkomandi málsamfélagi án þess að fá kennslu í tungumálinu sjálfu, heldur lært það óbeint í
     samskiptum. Komið hefur í ljós að bein kennsla í tungumálinu hefur lítil áhrif á það í hvaða
     röð tungumál lærist, ferlið sé að mestu leyti alltaf það sama. Því er mikilvægt að
     kennsluaðferðir taki mið af þessum eðlislæga hæfileika mannsins en vinni ekki gegn honum.
     Þessar rannsóknir eru mikilvægar að því leyti að áherslan færist til nemandans, hér verður
     nemandinn sjálfur og framlag hans í öndvegi og hlutverk kennarans verður meira sem
     leiðbeinandi, eða samstarfsaðili.
        Þá hafa fræðimenn bent á að tungumál lærist þá einungis að það sé skiljanlegt, ef
     einstaklingurinn skilur ekki tungumálið lærir hann það ekki, þá er það aðeins óskiljanlegur
     hávaði. Mikilvægt er að nemendur fái mikið af gæða ílagi, þ.e. að þeir fái að heyra og lesa
     mikið á viðkomandi tungumáli sem er rétt fyrir ofan kunnáttu þeirra: Ef ílagið er of þungt
     lærir nemandinn lítið sem ekkert, því hann getur ekki beitt nauðsynlegri tækni til að ráða í
     merkingu óþekktra orða og nær ekki innihaldinu, en ef það er of létt bætir nemandinn ekki
     neinu við kunnáttu sína.
        Þó margt bendi til þess að tileinkun annars tungumáls sé manninum eðlislæg þá hafa
     rannsakendur velt fyrir sér ástæðu þess að sumum nemendum gengur betur en öðrum. Sýnt
     hefur verið fram á að fjölmargir þættir hafa áhrif á málanámið; þar má nefna kunnáttu í
     móðurmáli, aldur, áhuga, tilfinningalega líðan, greind, námsumhverfi, kennsluhætti o.fl. Í því
     Þýðing: Sigríður Ólafsdóttir, nóvember 2008.
PDF created with pdfFactory trial version www.pdffactory.com
     ljósi eru flestir sammála að tileinkun annars tungumáls er flókið ferli og því erfitt að einangra
     einn þátt og mæla árangur markvissra aðferða sem beinast að honum einum. Þá er hættulegt
     að einblína einungis á rannsóknir sem benda til lágmarks aðgerða af hálfu kennara og skóla;
     að best sé að gera sem minnst heldur leyfa hinu náttúrulega ferli að taka sinn tíma. Það er eins
     og að fullyrða að fyrst sumar plöntur ná að þrífast í eyðimörk eigum við ekki að vökva
     plönturnar í garðinum okkar; og við vitum líka að ef við vökvum plönturnar í eyðimörkinni þá
     njóta þær góðs af og verða stærri og sterkari. Þó gæða ílag kunni að vera nauðsynlegt og
     nægjanlegt við tileinkun annars tungumáls þá hafa rannsóknir leitt í ljós að bein kennsla í
     tungumálinu geri námið auðveldara fyrir nemandann, hjálpi honum að ná betri tökum og
     meiri færni í málinu og flýti fyrir árangri. Hlutverk kennara og skóla er einmitt að gera allt
     sem í þeirra valdi stendur til að vel takist til og það er best gert með því að huga að öllum
     áhrifsþáttunum, ekki síst kennsluháttum.
        Tungumálanám felur í sér margbreytileika og á þeirri staðreynd verður að byggja
     þegar mótuð er stefna í kennslu barna sem hafa annað móðurmál en ríkir í skólasamfélaginu.
     Skólayfirvöld verða að vel upplýst, vega og meta alla þá þekkingu sem orðið hefur til í
     tileinkun annars tungumáls. Mesta hættan fólgin í því að ein kenning verði svo vinsæl að
     aðrar kenningar falli í skuggann, að þeir sem aðhyllast aðrar kenningar eigi erfitt með að fá
     hljómgrunn í samfélaginu. Sú staða væri í raun mjög skaðlega og óásættanleg. Á þessu sviði
     má engin ein kenning eða einn rannsakandi verða einráður á sannleikann. Umfram allt ber að
     stefna að sem bestum árangri og því ber að huga að öllu því sem hefur áhrif á nám barnanna,
     taka tillit til náttúrulegs ferlis námsins og beita kennsluaðferðum sem sýnt hefur verið fram á
     að skili bestum og skilvirkustum árangri.
     Þýðing: Sigríður Ólafsdóttir, nóvember 2008.
PDF created with pdfFactory trial version www.pdffactory.com